Íbúðin komin í fullt stand! :D

Jæja.. ég verð að afsaka hvað það er orðið langt síðan ég bloggaði! Það bara búið að vera brjálað að gera, bæði í náminu og að gera íbúðina fína. Mamma og amma komu seinustu helgi og það var sko tekið Extreme makover, house edition á þetta! :p Þvílík breyting á þessari litlu íbúð!!! Ég bý núna í mini-villu ;) Allt mömmu og ömmu að þakka! Ég er þeim svo ótrúlega þakklát að ég get ekki lýst því! Það var svo ótrúlega gaman hjá okkur þótt að þetta var stundum mikið stress og ergja. Ég er búin að setja nokkrar myndir af íbúðinni á face-ið og svo eru nokkrar hér fyrir neðan.

Ég og Helga fílum okkur ótrúlega vel í Danmörku eða Paradísarlandinu eins og ég vil kalla það núna! Fundum í gær paradís á jörðu, í miðjum skóginum er vatn sem er svooo flott að það er ekki hægt að lýsa því! Löbbuðum svo aðeins áfram og þá voru allt í einu stórar hæðir sem við löbbuðum uppá og sáum þar fullt af kindum við hliðina á okkur! Svo horfðum við á sólsetrið saman og vá hvað þetta var fallegt og rómantískt hahaha! Við Helga höfum það sko rómó í Paradísarlandinu! Svo fundum við líka hesthús hliðina á húsinu okkar um daginn! Haha vá hvað mér fannst fyndið að hafa ekki séð það fyrr! Núna klæjar í fingurnar að fá sér hest!!!! ;)

En annars finn ég að álagið í skólanum er að byrja.. finnst ég líka vera svo mikið eftirá vegna þess að íbúðin var ekki komin í almennilegt horf áður.. ég verð bara dugleg um helgina að lesa upp mestallt efnið!

Svo er rusfest annað kvöld og þá verður sko fjör á minni :D Verður gaman að kynnast öllum krökkunum betur!

En annars langar mig að heyra fréttir af ykkur hérna í commentunum! Nenni ekki bara að tala um sjálfa mig.. Ég bið að heilsa ykkur öllum, sakna ykkar :*

Kv. Andrea Björk


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

vá flottur sófi:P  er orðið ekkert smá kósý hjá þér sæta!

Hrefna (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 18:32

2 identicon

Hæ sæta! vá hvað þetta er orðið flott hjá þér í íbúðinni, sá að þú er með eins stofuborð og ég ;) Ikea klikkar ekki sko :D en já þú ert ótrúlega dugleg að vera ein út og farin að búa.. mér finnst ótrúlega skrítið að vera byrjuð að búa :P við erum orðnar svo stórar Andrea!! :D ekki er það langt síðan að við bjuggum heima hjá mömmu og pabba að djamma af okkur rassgatið um helgar! og hvað þá á Rhodos! en knús á þig skvís ;*

Anna Kolbrún (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 20:32

3 identicon

Hæ hæ, af okkur er allt gott að frétta. Nú er lífið að komast aftur í rútínu eftir sumarfríið. Morgnarnir byrja á fullu hjá okkur upp úr 7. Klæða Telmu og reka á eftir strákunum sérstaklega Jóhanni sem er komin með væga unglingaveiki. Síðan að gefa öllum að borða og smyrja nesti. Síðan er brunað í leikskólann með Telmu en hún er ennþá svo lítil í sér og grætur þegar maður skilur hana eftir. Reyndar grét hún ekki í dag sem eru mikil framför var bara smá aum. Héðinn er síðan næstur í röðinni, honum finnst voðalega skemmtilegt í skólanum, í dag áttu allir að mæta með hatta eða húfur í skólann og hann mætti með trúðskollu og leit út eins og mini Davíð Oddsson. Skólastjórinn hló mikið þegar hann sá hann. Ég held að Héðinn eigi eftir að spjara sig vel í skólanum, alltaf svo jákvæður og hress. Jóhann tekur strætó í skólann eða hjólar. þegar hann missir af strætisvagninum. Hann heldur samt alltaf að strætó muni bíða eftir honum og það kemur honum alltaf jafnmikið á óvart þegar hann missir af honum. Af Ingu er allt gott að frétta hún er núna komin með 5 börn í pössun þannig að það er alltaf nóg að gera hjá henni.

Ég sjálfur er búinn að vera veikur í viku, trúlega með þessa svínaflensu. Við vorum í heimsókn í Hveragerði hjá systur hans Tóta í lok ágúst og hún fékk síðan svínaflensu daginn eftir að við vorum hjá henni og varð alveg fárveik með 40 stiga hita en er víst búinn að jafna sig á þessum veikindum. Læknirinn minn tók reyndar ekki neina stroku hjá mér til ræktunar til að fá úr því skorið hvort ég væri með svínaflensu en taldi að ég væri með öll einkenni inflúensu. Svo ég hef bara verið heima í góðu yfirlæti og að slappa af með nóg af sjónvarpsefni til að horfa á eins og þú veist.  En heilsan er öll að koma til og ég mæti gallvaskur og hress í vinnuna næsta mánudag.

Ástarkveðjur Pabbi

Hannes I. Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:13

4 identicon

Frábært að heyra fréttir! :D Vonandi fer þér að batna pabbi minn!

En já Anna, við erum sko orðnar stórar :p Þótt ótrúlegt sé!

Andrea Björk (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:14

5 identicon

Allt orðið svakalega fínt hjá þér Andrea mín :)

Hlakka ekkert smá til að koma og heimsækja ykkur skvísurnar!! Og svakalega er hún Helga fagra orðin stór :O jiii minn eini sko! :P

Láttu fara vel um þig og mundu að við söknum þín!

Anna Margrét (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:18

6 identicon

Hæ, hæ elskan !

Héðan af Fróni er allt gott að frétta, mikið að gera í vinnu og öðurvísi stress hér en í Köben síðustu helgi. Ég er reyndar enn að jafna mig eftir átökin við að gera herbergið að "villu".

Snædís og Berglind eru að fara í "samræmd próf" eftir helgi og eru þær að undirbúa sig fyrir þau. Ég er að fara á golfmót Orkuhússins á morgun og legg ég af stað kl. 9. 30 því að mótið er á golfvelli í Grímsnesi og byrjar það kl. 12 og tekur ca. 5 klst !! Svo er farið í betri fötin og farið í fordrykk í sumarbústaðinn hans Rabba læknis sem á bústað þar rétt hjá og svo er dinner í golfskálanum með öllu tilheyrandi :) Það verður öruggulega mikið stuð hjá okkur. Svo verður bekkjarafmælið hennar Ingibjargar Veigu haldið hér á sunnudaginn milli 2 og 5 þar sem að verða 17 stelpur...hihi...verður eflaust ekki minna stuð þá !! Þannig að nóg er að gera hér á bæ þessa helgina.

Vonandi verður gaman hjá þér á  geiminu í kvöld og reyndu nú að nýta helgina vel í lærdóm. Knús í bili elskan.

Mömmulingur

Hjördís Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:14

7 identicon

Sæl elsku Andrea mín.  Mikið var gaman að vera hjá þér um síðustu helgi og spennandi að gera allt svona fínt í litlu íbúðinni þinni, við þrjár mæðgunar vinnum aldeilis vel saman!  Hvernig væri að bjóða sig fram til að gera upp stúdentaíbúðir í Köben....nú má segja að við séum vanar konur!  Ég er búin að segja mörgum frá ferðinni og það eru svo margir sem biðja að heilsa þér, m.a. Erla og hennar fjölskylda.   Eitt verð ég að segja þér sem ég hélt að myndi aldrei gerast ....það er að ég finn að ég sakna hennar Helgu, hún var svo góð og yndisleg við mig!  Annars allt í góðu hér hjá mér, var á kvöldvakt í gær en á frí um helgina.  Það liggur við að það sé tómlegt hjá mér núna eftir allt fjörið um síðustu helgi. Palli, Elín og krakkarnir fóru norður í réttirnar ....þau eru orðin svo mikið sveitafólk, en þau biðja um voða góða kveðju til þín.  Hafðu það alltaf sem allra best og gangi þér vel að einbeita þér að náminu með Helgu þér til stuðnings.  Ástarkveðja. Amma 

Ingibjörg Ívarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:27

8 identicon

Hæ Andrea mín:D Gaman að geta lesið hvað þú ert að gera og fylgst með þér, vonandi gengur allt vel hjá þér í Danmörkinni :D:D

Margrét Soffía (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 12:01

9 identicon

Farðu nú að blogga stelpa ;)

Hólmfríður (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband