Jæja.. eins og stendur í fyrirsögninni þá er ég komin með íbuðina og Helgu litla barn. Íbúðin er mjög fín, það er reyndar stöðugt rennsli á krananum í eldhúskróknum, s.s. drípur endalaust og það er ekki hægt að kveikja né slökkva á honum!! Strax eitthvað vesen!! Ég var að taka við lyklunum rétt áðan!! :S Þarf bara að fara á morgun eða hinn að tala við þá um þetta..
En busaferðin var alveg ótrúlega skemmtileg og alltof fljót að líða! Þetta voru mjög fínir krakkar, var reyndar pínu útundan stundum þar sem ég var eini Íslendingurinn en þá var það bara stutt í einu hehe.. Mér finnst Svíarnir reyndar skemmtilegastir, allaveganna almennilegastir. Danir eru voða misjafnir :P Ég nenni ekki að lísa þessari ferð nánar en að það var mikið drukkið, sungið , dansað, hlustað á fyrirlestra um námið, félagslífið og svona og ótrúlega skemmtilegir leikir sem snerust um teamspirit og teamwork!! Var algjörlega þess virði að fara!!
Ég fór til Kolding strax eftir ferðina að heimsækja Sunnu, Hvata, Ásu, Finn og Ingu Rós. Það var svo skrítið að þegar ég labbaði úr lestinni í Kolding leið mér eins og ég væri komin heim!! Ótrúlega fyndið! Svo sótti ég Helgu til Lindu í Esbjerg í gær og hún var svo stillt og góð! Engin vandræði með hana og hún var eins og gull allan tímann! Gistum svo eina nótt í viðbót og fórum til Köben í dag. Ég náði í lyklana á íbúðinni minni áðan og sit núna á gólfinu í nýju íbúðinni minni með Helgu liggjandi mér við hlið. Munar mikið að hafa litla draumabarnið með!!
Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra... Anna Karen er veik og ég ætla að vera svo góð að skreppa yfir til hennar og halda henni félagsskap og elda fyrir okkur gómsætt taco :P Vonandi förum við báðar í skólann á morgun.. á eftir að gera svooo mikið!! Tala við skrifstofuna um lekann í krananum, skrá mig í landið, fara í bankann, fara með helgu til dýralæknis, kaupa bækurnar og margt margt fleira!
En þetta reddast allt saman eins og við segjum Íslendingarnir :P
Með kærri Danakveðju
Andrea Björk
Myndaalbúm
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að heyra frá þér Andrea mín:* Verður svo að vera dugleg að blogga :)
Anna Margrét (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:22
ójá, fylgist spennt með þér á blogginu líka ;) gangi þér sem allra best þarna úti í Danaveldi! :)
Ingibjörg Ester (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 16:29
Hæhæ gaman að lesa bloggið þitt, verð sko dugleg að fylgjast með þér í vetur á því :) gangi þér svo sem allra best úti í Danmörku. ;*
Anna Kolbrún (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 17:31
Gott að allt gengur vel!!! Verður svo að vera dugleg að setja inn myndir og svona;)
Bið að heilsa Helgu fögru:)
Kv. Rebekka & Mambó:)
Rebekka (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:28
Gaman að heyra í þér elsku Andrea mín. Það tekur alltaf smá tíma að koma sér fyrir í nýju landi en eins og þú sagðir þá reddast þetta allt á endanum. Kveðja Pabbi :)
Hannes Ingi Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 23:09
Gott að heyra að allt hafi gengið vel...og til hamingju með íbúðina :). Við amma erum svo spenntar að koma til þín og hjálpa þér við að koma þér fyrir. Verðum í bandi á morgun, því að við iðum alveg í skinninu að versla e-ð fyrir þig hér heima og koma með út til þín (gæti verið ódýrara !!). Við þurfum bara að vita hvað við eigum að kaupa...hihi...og hvað við eigum koma með af hinu og þessu.....
Knús, knús elskan ****
Mamma (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 00:02
Gangi ther vel med allt thetta. Thu spjarar thig, ekki von odru. Thetta virkar mikid fyrst.. svo attaru thig a thvi ad thu ert buin ad ollu!! =)
Knus, kram og kossar til thin fra Sviaveldi:*
Karen Bergljot (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 08:31
Gaman að Helga sé komin til þín, það hlýtur nú að vera gaman.
Kveðja frá Íslandi!!!
Ívar frændi (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.