Komin til DK! :)

Jæja.. þá er ég loksins komin til kóngsins köbenhavn ;)

 Mjög skrítið að vera komin hingað þar sem mér fannst alltaf svo langt í þetta... En flugið gekk mjög vel, svaf mestallan tímann svo að þetta leið mjög hratt. Ég keypti mér ódýran GSM síma þar sem hinn er að gera mig geðveika, það virkar ekki lengur neinn af tökkunum á honum eftir að ég missti hann harkalega í gólfið! Ég er hætt að kaupa dýra síma.. hinir eru alveg jafn góðir! En þegar ég lendi á Kastrup og er að bíða eftir farangrinum mínum, sem tekur alveg 20 mín, þá var ég eitthvað að litast í kringum mig og skoða fólkið. Ég sá að það áttu líka að koma töskur frá London/Heathrow á sama færiband og sé nokkra breta í hóp vera að spjalla. Mér fannst ég kannast við einn, og ég bara neiii.. þetta getur ekki verið hann! En jú, gott fólk! Þetta var enginn annar en Jude Law Hollywood stórleikari! Ég átti ekki til orð! Það voru mjög fáir mættir við færibandið svo að ég hef örugglega verið ein af þeim fyrstu sem tók eftir honum. En svo fór fólk að taka eftir honum meir og meir. Ekki það að hann hafi verið mjög áberandi.. hann bar alls ekki af öðrum karlmönnum.. var frekar myglaður og horaður, í mjög venjulegum fötum! Körfubolta landsliðs strákarnir voru sko miiiiklu sætari en hann :D En já.. hann Jude gerðist svo frakkur að labba framhjá mér, og það svo nálægt að ég fann lyktina af honum hahah.. hún var reyndar góð ;)

 Svo að þetta er búin að vera ævintýraferð strax og ég lendi! Það var naumast! Svo sótti Anna Karen og Einar kærasti hennar mig á flugvöllinn og við fórum að stússast í því að sækja kassana þeirra í Cargo. Það tók doldinn tíma en mjög smurt! Fundum allt strax og rötuðum meira að segja beint heim í Albertlund! 

Ég verð nú að segja að ég er hrifin af þessu hverfi! Mjög kósý, mikið af grasblettum og fótboltavöllum í hverfinu og svona. Veit að Helga á eftir að fýla sig vel! Ég er nálægt flestum krökkunum, Anna er doldið í burtu reyndar.. en það er bara 5 min að labba. Það eru kettir eða hundar í næstum hverju einasta húsi hérna! Algjör paradís ;) Ég gekk framhjá íbúðinni minni áðan og mér líst vel á staðsetninguna, en garðurinn mætti alveg vera betri.. en það er nú í lagi! Fæ íbúðina afhenda 31. ágúst!

Næstu helgi ætla ég að skreppa til Kolding að hitta Sunnu, Hvata, Ásu, Finn og Ingu Rós!! Það verður geggjað! Ég er nú búin að sakna Kolding smá.. verður skrítið að koma þangað aftur... svo daginn eftir sæki ég Helgubarnið og við gistum eina nótt hjá Guðríði sem er svo elskuleg að hýsa mig líka í nótt!!

En ég ætla að fara að pakka fyrir busaferðina sem byrjar kl 9 í fyrramálið! Það verður stuð! :D Ég verð dugleg að taka myndir og set þær svo inn í næstu viku ;)

Þangað til, bless bless, elska ykkur öll!!

 Kv. Andrea Björk Danmerkurbúi :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:) gott að það gengur vel hjá þér sæta!

Hrefna (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:11

2 identicon

Gaman að heyra frá þér Andrea mín og að allt gengur svona vel!! Og OMG Jude Law!!! OMG!!! :P

Anna Margrét (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 21:00

3 identicon

Frábært að heyra að ferðalagið gékk svona vel hjá þér elskan ....OMG,OMG ...Jude Law...I'll Die to meet him...HEPPIN skvísa !!!  Frábært að Albertslund sé svona huggulegur staður, okkur ömmu hlakkar svo mikið til að koma þangað og hjálpa þér við að gera "hreiðrið" þitt huggulegt og kósí. Góða skemmtun í ferðinni.

Stórt knús frá okkur öllum :)

Mamma (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 22:15

4 identicon

Halló Andrea mín.  Mikið gaman að heyra að ferðalagið gekk svona vel og þú ert komin heilu höldnu á áfangastað.  Búin að hugsa mikið til þín í allan dag.  Það er mikil vinna og mikið ævintýri sem bíður þin þarna úti.  Hlakka til að heyra meira frá þér og góða skemmtun í busaferðinni.  Ástarkveðja.

Amma Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:11

5 identicon

Vaá, Jude Law bara! Hehe alltaf ert þú jafnheppin góða. Ánægð að heyra að þú sért að fíla hverfið þitt og svona, held það sé mjög mikilvægt. Gangi þér svo bara vel áfram sæta, og vertu svo dugleg að blogga! Knús, Kata.

Katrín (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:49

6 identicon

Takk allir! Ég er komin heim úr ferðinni en blogga um það seinna! :D Sakna ykkar allra svooo mikið! :*

Andrea Björk (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 14:40

7 identicon

Sömuleðis Andrea mín :*

Anna Margrét (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 15:30

8 identicon

Hæ elsku Andrea mín, feginn að allt gékk svona vel hjá þér. Vertu endilega dugleg að blogga svo við getum fylgst með ævintýrum þinum í Danaveldi. Ástarkveðjur frá okkur öllum,

 þinn pabbi :)

Hannes Ingi Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 18:21

9 identicon

Ohh...gaman gaman, ferðin var líklega geggjuð. Vildi að þú hefðir verið hér í gær þín var sárt saknað :) spiluðum gamlan playlista frá þér, þér til heiðurs :P Sakna þín skvísa. Svo kemur helga bara bráðum! Sakna þín verðum að vera duglegar að skypa! Stórt knús

Lilja (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband