Jæja.. núna er mál að byrja að blogga :)
Það eru 6 dagar í dag þangað til að ég fer til Danmerkur. Ég er bæði spennt og stressuð, verður voðalega erfitt að skilja allt eftir hérna heima, bæði fjölskyldu og vini! Tala nú ekki um íslenska náttúru líka.. á eftir að sakna hennar! Ég verð bara að hugsa það þannig að það tekur álíka langan tíma að fljúga til Kaupmannahafnar frá Íslandi og að keyra til Akureyrar frá Reykjavík ;) þá virkar þetta ekkert langt í burtu. Við verðum að vera öll dugleg að hafa samband á facebook, msn og skype!
Ég fer s.s. í flug 24. ágúst en það er ekki víst að ég fái íbúðina fyrr en 1. september. Þá ætlar Guðríður Eva að vera svo frábær að hýsa mig í nokkra daga ef þarf! Hef aldrei hitt hana áður en hún er vinkona vinkonu minnar og tengist líka við fleiri sem ég þekki svo að ég er bara orðin svaka spennt að hitta hana loksins og fallegt af henni að hýsa ,,ókunnuga manneskju"! Svo er rusturen (busaferðin) frá 25. til 29. ágúst! Sú ferð verður klárlega geggjuð! Verst samt að Anna Karen (sem er einmitt líka að byrja í dýralækninum) komist ekki því að ég hef heldur ekki hitt hana og ég verð eini Íslendingurinn í ferðinni. En ég verð bara dugleg að kynnast krökkunum! Svo kemur Helga litla barn 29. ágúst til mín og Guðríðar og þá verða nú miklir fagnaðar fundir! Ég á eftir að sakna hennar þessa 1-2 vikur sem ég á ekkert eftir að sjá hana :( Ég er viss um að hún verði rosalega dugleg í flugvélinni og sofi allan tímann.. það þarf bara að eyða smá orku áður en hún fer í flugvélina haha.
Svo ætla mamma og amma kannski að koma til mín 4. eða 5. september og hjálpa mér að koma mér fyrir :) Það yrði alveg frábært! Gætum líka tekið smá shopping trip á sunnudeginum og það verður nú ekki beisið þegar 3 kynslóðir af Andersen ætt kemur saman í HM!! haha..
En nóg í bili.. ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með mér á þessu bloggi.. ætla að vera dugleg að blogga sérstaklega svona fyrstu vikurnar. Ég nenni ekki að setja myndir inn á þetta blogg þar sem það er doldið vesen svo að þið verðið bara að fylgjast með myndum á facebook ;)
En bless í bili!
Kv. Andrea Björk
Myndaalbúm
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Andrea mín,
Takk kærlega fyrir frábæra veislu í kvöld. Það er leiðinlegt að kveðja þig fyrir þetta ævintýri sem breytist eflaust fljótt í mikla vinnu ;-) en þú ert náttúrulega að uppfylla langan draum og er það frábært.
Það var gaman að sjá svo loks Helgu í fyrsta sinn. Hef aldrei séð eins sætan og þægan hund áður. Algjör perla þar á ferð!
Góða ferð til Danmerkur elsku Andrea mín!!!
Kveðja,
Ívar frændi
Ívar Kjartansson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:42
H&M er ekki opið á sunnudögum...bara smá heads up ;D
Snædís (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.