Íbúðin komin í fullt stand! :D

Jæja.. ég verð að afsaka hvað það er orðið langt síðan ég bloggaði! Það bara búið að vera brjálað að gera, bæði í náminu og að gera íbúðina fína. Mamma og amma komu seinustu helgi og það var sko tekið Extreme makover, house edition á þetta! :p Þvílík breyting á þessari litlu íbúð!!! Ég bý núna í mini-villu ;) Allt mömmu og ömmu að þakka! Ég er þeim svo ótrúlega þakklát að ég get ekki lýst því! Það var svo ótrúlega gaman hjá okkur þótt að þetta var stundum mikið stress og ergja. Ég er búin að setja nokkrar myndir af íbúðinni á face-ið og svo eru nokkrar hér fyrir neðan.

Ég og Helga fílum okkur ótrúlega vel í Danmörku eða Paradísarlandinu eins og ég vil kalla það núna! Fundum í gær paradís á jörðu, í miðjum skóginum er vatn sem er svooo flott að það er ekki hægt að lýsa því! Löbbuðum svo aðeins áfram og þá voru allt í einu stórar hæðir sem við löbbuðum uppá og sáum þar fullt af kindum við hliðina á okkur! Svo horfðum við á sólsetrið saman og vá hvað þetta var fallegt og rómantískt hahaha! Við Helga höfum það sko rómó í Paradísarlandinu! Svo fundum við líka hesthús hliðina á húsinu okkar um daginn! Haha vá hvað mér fannst fyndið að hafa ekki séð það fyrr! Núna klæjar í fingurnar að fá sér hest!!!! ;)

En annars finn ég að álagið í skólanum er að byrja.. finnst ég líka vera svo mikið eftirá vegna þess að íbúðin var ekki komin í almennilegt horf áður.. ég verð bara dugleg um helgina að lesa upp mestallt efnið!

Svo er rusfest annað kvöld og þá verður sko fjör á minni :D Verður gaman að kynnast öllum krökkunum betur!

En annars langar mig að heyra fréttir af ykkur hérna í commentunum! Nenni ekki bara að tala um sjálfa mig.. Ég bið að heilsa ykkur öllum, sakna ykkar :*

Kv. Andrea Björk


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Komin með Helgu litlu og íbúðina!! :D

Jæja.. eins og stendur í fyrirsögninni þá er ég komin með íbuðina og Helgu litla barn. Íbúðin er mjög fín, það er reyndar stöðugt rennsli á krananum í eldhúskróknum, s.s. drípur endalaust og það er ekki hægt að kveikja né slökkva á honum!! Strax eitthvað vesen!! Ég var að taka við lyklunum rétt áðan!! :S Þarf bara að fara á morgun eða hinn að tala við þá um þetta..

En busaferðin var alveg ótrúlega skemmtileg og alltof fljót að líða! Þetta voru mjög fínir krakkar, var reyndar pínu útundan stundum þar sem ég var eini Íslendingurinn en þá var það bara stutt í einu hehe.. Mér finnst Svíarnir reyndar skemmtilegastir, allaveganna almennilegastir. Danir eru voða misjafnir :P Ég nenni ekki að lísa þessari ferð nánar en að það var mikið drukkið, sungið , dansað, hlustað á fyrirlestra um námið, félagslífið og svona og ótrúlega skemmtilegir leikir sem snerust um teamspirit og teamwork!! Var algjörlega þess virði að fara!!

Ég fór til Kolding strax eftir ferðina að heimsækja Sunnu, Hvata, Ásu, Finn og Ingu Rós. Það var svo skrítið að þegar ég labbaði úr lestinni í Kolding leið mér eins og ég væri komin heim!! Ótrúlega fyndið! Svo sótti ég Helgu til Lindu í Esbjerg í gær og hún var svo stillt og góð! Engin vandræði með hana og hún var eins og gull allan tímann! Gistum svo eina nótt í viðbót og fórum til Köben í dag. Ég náði í lyklana á íbúðinni minni áðan og sit núna á gólfinu í nýju íbúðinni minni með Helgu liggjandi mér við hlið. Munar mikið að hafa litla draumabarnið með!!

Annars ætla ég ekki að hafa þetta lengra... Anna Karen er veik og ég ætla að vera svo góð að skreppa yfir til hennar og halda henni félagsskap og elda fyrir okkur gómsætt taco :P Vonandi förum við báðar í skólann á morgun.. á eftir að gera svooo mikið!! Tala við skrifstofuna um lekann í krananum, skrá mig í landið, fara í bankann, fara með helgu til dýralæknis, kaupa bækurnar og margt margt fleira!

En þetta reddast allt saman eins og við segjum Íslendingarnir :P

Með kærri Danakveðju
Andrea Björk


Komin til DK! :)

Jæja.. þá er ég loksins komin til kóngsins köbenhavn ;)

 Mjög skrítið að vera komin hingað þar sem mér fannst alltaf svo langt í þetta... En flugið gekk mjög vel, svaf mestallan tímann svo að þetta leið mjög hratt. Ég keypti mér ódýran GSM síma þar sem hinn er að gera mig geðveika, það virkar ekki lengur neinn af tökkunum á honum eftir að ég missti hann harkalega í gólfið! Ég er hætt að kaupa dýra síma.. hinir eru alveg jafn góðir! En þegar ég lendi á Kastrup og er að bíða eftir farangrinum mínum, sem tekur alveg 20 mín, þá var ég eitthvað að litast í kringum mig og skoða fólkið. Ég sá að það áttu líka að koma töskur frá London/Heathrow á sama færiband og sé nokkra breta í hóp vera að spjalla. Mér fannst ég kannast við einn, og ég bara neiii.. þetta getur ekki verið hann! En jú, gott fólk! Þetta var enginn annar en Jude Law Hollywood stórleikari! Ég átti ekki til orð! Það voru mjög fáir mættir við færibandið svo að ég hef örugglega verið ein af þeim fyrstu sem tók eftir honum. En svo fór fólk að taka eftir honum meir og meir. Ekki það að hann hafi verið mjög áberandi.. hann bar alls ekki af öðrum karlmönnum.. var frekar myglaður og horaður, í mjög venjulegum fötum! Körfubolta landsliðs strákarnir voru sko miiiiklu sætari en hann :D En já.. hann Jude gerðist svo frakkur að labba framhjá mér, og það svo nálægt að ég fann lyktina af honum hahah.. hún var reyndar góð ;)

 Svo að þetta er búin að vera ævintýraferð strax og ég lendi! Það var naumast! Svo sótti Anna Karen og Einar kærasti hennar mig á flugvöllinn og við fórum að stússast í því að sækja kassana þeirra í Cargo. Það tók doldinn tíma en mjög smurt! Fundum allt strax og rötuðum meira að segja beint heim í Albertlund! 

Ég verð nú að segja að ég er hrifin af þessu hverfi! Mjög kósý, mikið af grasblettum og fótboltavöllum í hverfinu og svona. Veit að Helga á eftir að fýla sig vel! Ég er nálægt flestum krökkunum, Anna er doldið í burtu reyndar.. en það er bara 5 min að labba. Það eru kettir eða hundar í næstum hverju einasta húsi hérna! Algjör paradís ;) Ég gekk framhjá íbúðinni minni áðan og mér líst vel á staðsetninguna, en garðurinn mætti alveg vera betri.. en það er nú í lagi! Fæ íbúðina afhenda 31. ágúst!

Næstu helgi ætla ég að skreppa til Kolding að hitta Sunnu, Hvata, Ásu, Finn og Ingu Rós!! Það verður geggjað! Ég er nú búin að sakna Kolding smá.. verður skrítið að koma þangað aftur... svo daginn eftir sæki ég Helgubarnið og við gistum eina nótt hjá Guðríði sem er svo elskuleg að hýsa mig líka í nótt!!

En ég ætla að fara að pakka fyrir busaferðina sem byrjar kl 9 í fyrramálið! Það verður stuð! :D Ég verð dugleg að taka myndir og set þær svo inn í næstu viku ;)

Þangað til, bless bless, elska ykkur öll!!

 Kv. Andrea Björk Danmerkurbúi :D


6 dagar í Danmörk!!

Jæja.. núna er mál að byrja að blogga :)

Það eru 6 dagar í dag þangað til að ég fer til Danmerkur. Ég er bæði spennt og stressuð, verður voðalega erfitt að skilja allt eftir hérna heima, bæði fjölskyldu og vini! Tala nú ekki um íslenska náttúru líka.. á eftir að sakna hennar! Ég verð bara að hugsa það þannig að það tekur álíka langan tíma að fljúga til Kaupmannahafnar frá Íslandi og að keyra til Akureyrar frá Reykjavík ;) þá virkar þetta ekkert langt í burtu. Við verðum að vera öll dugleg að hafa samband á facebook, msn og skype!

Ég fer s.s. í flug 24. ágúst en það er ekki víst að ég fái íbúðina fyrr en 1. september. Þá ætlar Guðríður Eva að vera svo frábær að hýsa mig í nokkra daga ef þarf! Hef aldrei hitt hana áður en hún er vinkona vinkonu minnar og tengist líka við fleiri sem ég þekki svo að ég er bara orðin svaka spennt að hitta hana loksins og fallegt af henni að hýsa ,,ókunnuga manneskju"! Svo er rusturen (busaferðin) frá 25. til 29. ágúst! Sú ferð verður klárlega geggjuð! Verst samt að Anna Karen (sem er einmitt líka að byrja í dýralækninum) komist ekki því að ég hef heldur ekki hitt hana og ég verð eini Íslendingurinn í ferðinni. En ég verð bara dugleg að kynnast krökkunum! Svo kemur Helga litla barn 29. ágúst til mín og Guðríðar og þá verða nú miklir fagnaðar fundir! Ég á eftir að sakna hennar þessa 1-2 vikur sem ég á ekkert eftir að sjá hana :( Ég er viss um að hún verði rosalega dugleg í flugvélinni og sofi allan tímann.. það þarf bara að eyða smá orku áður en hún fer í flugvélina haha.

Svo ætla mamma og amma kannski að koma til mín 4. eða 5. september og hjálpa mér að koma mér fyrir :) Það yrði alveg frábært! Gætum líka tekið smá shopping trip á sunnudeginum og það verður nú ekki beisið þegar 3 kynslóðir af Andersen ætt kemur saman í HM!! haha..

En nóg í bili.. ég vona að þið haldið áfram að fylgjast með mér á þessu bloggi.. ætla að vera dugleg að blogga sérstaklega svona fyrstu vikurnar. Ég nenni ekki að setja myndir inn á þetta blogg þar sem það er doldið vesen svo að þið verðið bara að fylgjast með myndum á facebook ;)

En bless í bili!
Kv. Andrea Björk


Nýtt blogg!

Já ég ákvað að búa til blogg þar sem ég er að fara út í haust og þá geta allir fylgst með manni í Baunalandi í gengum vefinn. Ég ákvað að herma eftir Lilju Steinunni þar sem mér finnst þetta blogg bjóða upp á flottasta lúkkið og ekkert vesen að setja inn myndir eins og var á síðunni okkars Arnars í fyrra.

Vildi bara búa þetta til núna svo að enginn myndi taka þessa flottu slóð: www.andreabjork.blog.is :D of gott til að vera satt! :D Þið hljótið nú að geta munað þetta ;)

Ég ætla að láta þetta duga í bili :p

Kv. Andrea Björk


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband